12.2.2008 | 23:33
Sorglegur raunveruleiki
Maður spyr sig hvaðan fólk hefur þá mannvonsku og það hatur sem þarna brýst út í börnum þess þegar þau stofna félag gegn Pólverjum. Það er leiðinlegt að hugsa til þess að svona lagað geti gerst á Íslandi. En nú hefur félagið fengið öflugan andstæðing, hann Bubbi kallar ekki allt ömmu sína og nú er mikilvægt að foreldrar landsins leggi lóð á vogarskálarnar og við útrýmum þessum fordómum í eitt skipti fyrir öll!
Það er alveg ljóst að ég mun ræða þessi mál við börnin mín á næstunni. Ég vil ekki að mín börn beri kynþáttahatur í brjósti.
Bræður og systur gegn fordómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðrún Jónsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bubbi kallar ekki allt ömmu sína en hann myndi svo sannarlega selja ömmu sína fyrir peninga. Hjá honum snýst þetta bara um að koma sjálfum sér á framfæri. Ef honum þætti svona vænt um útlendinga af hverju hjálpar hann þeim ekki í kjarabaráttu sinni og berst gegn því að þeir séu látnir borga offjár í leigu á húsnæði af gjörspilltum peningaköllum?
Að vissu leyti er gott að krakkarnir stofnuðu þetta félag, sýnir að þau eru á réttri leið þó svo að skoðanir þeirra séu ekki fullmótaðar en þau sjá að eitthvað er mikið að samfélaginu og innflytjendamálum þess.
Það eina sem þú ættir að kenna börnum þínum er kynþáttadyggð en ekki kynþáttahatur. Ég vona allavega innilega að þú ætlir ekki að fara að kenna þeim fjölmenningarstefnu (þjóðarmorð á hvíta kynstofninum). Ef þú vilt búa sjálf í fjölmenningarsamfélagi ráðlegg ég þér að flytja til Rosengard í Malmö í svona eitt ár og sjá svo hvort þetta sé það sem þú virkilega viljir þ.a.s. ef þú kemur lifandi til baka.
Þú sem talar um fordóma annara fullyrðir hins vegar að þessir krakkar séu haldnir mannvonsku og hatri en það er ömurleg alhæfing. Heldurðu virkilega að þessir krakkar muni hlusta á fólk eins og þig sem rakkar niður þeirra skoðanir og gefur skít í þau?
Dís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 01:08
Dís, menn sem ganga í samtök herskárra nazista eru ekki menn.
Kolgrima, 14.2.2008 kl. 17:19
Dís: Bróðir minn býr í Malmö ásamt konu frá Mexíkó og tveimur sonum þeirra en þau hafa búið þar í um 5 ár. Þau eru enn á lífi og finnst frábært að búa þar. Enough said.
Björgvin Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 20:09
Djöfull ertu biluð kona !! Það er að segja Dís.
Sema Erla Serdar, 17.2.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.