Ég er algjörlega á móti þessu!

Það er alveg undarlegt hvað menn virðast vera gjarnir á að vilja hækka laun kennara.  Þeir hafa fengið hvað flestar og mestar launahækkanir af öllum stéttum undanfarin ár.  Við sem erum foreldrar höfum öll þurft að gjalda fyrir þau verkföll sem kennarar hafa farið í á undanförnum árum og alltaf heimta þeir meira og meira.

 

Þeir vinna auk þess stuttan vinnudag og fá mjög langt sumarfrí og jólafrí.  Ég vil ekki segja að þeir vinni hálfan daginn hálft árið, það væri fulllangt gengið, en þeir vinna a.m.k. alls ekki mikið en eru þó með þokkaleg laun.

 

Sjálfri fyndist mér alls ekki ósanngjarnt að kennarar fengju í kring um 150-200 þúsund krónur í mánaðarlaun.    


mbl.is Vill hækka laun kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að kynna sér STAÐREYNDIR áður en steinum er kastað?

kennari (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Mér þykir leiðinlegt ef ég hef sært þig sem kennara.  Ef það eru hins vegar einhverjar vitleysur sem ég er að halda fram þá þætti mér betra að þú mundir benda mér á þær og einnig væri gott ef fólk vildi skrifa undir nafni :)

Guðrún Jónsdóttir, 16.2.2008 kl. 20:27

3 identicon

Staðreyndirnar eru þær að kennarar vinna flestir lengri vinnuviku en hinn almenni launþegi. Auðvitað getur verið að einhverjir séu í hlutastarfi og vinni þá minna en aðrir. Allt um réttindi og skyldur kennara getur þú nálgast á www.ki.is - kjarasamningur, ég hvet þig eindregið til þess að kynna þér hann áður en þú skellir svona kjánaskap á netið kona góð, minnkandi fyrir þig og viðheldur algengum ranghugmyndum.

Anna Margret (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:46

4 identicon

sæl .. mér finnst þetta bara alveg sangjarnt og finns mér þetta frábært framtak ef af þessu verður hjá þeim.   Kennarar eru ekki með lengra sumarfrí en hver annar ... þeir fá um mánuð því alltaf er verið að lengja skólaárið því foreldrar geta ekki haft börnin sín á sumrin vegna vinnu ... og það hafa ekki allir sveit til að senda börnin í eins og tíðkaðist svo mikið hér áður.  Kennarar fá ekki að velja hvort þeir taki sitt sumarfrí í maí eða ágúst ... nei þeir verða að taka það í júlí.  Kennarar eru að vinna margir hverjir fram að miðnætti eða lengur fyrir og eftir próf og jólafríið er nú ekkert svakalegt miðað við törnina á undan.  Ég er sjalf ekki kennari en hef unnið í skóla sem stuðningsfulltrúi .. ég trúði því ekki sjálf þegar ég sá alla vinnuna sem lá að baki hverjum degi! ég held að fáir geti gert sér grein fyrir því.  Ég er ekki að gagnrýna þig því ég var sömu skoðunnar og þú áður en ég kynntist þessu. 

Kv. Aðalbjörg

Aðalbjörg (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:51

5 identicon

já og svo er annað að kennarar vinna lengri vinnudag  en flestir til að vinna upp í sumarfríið ... s.s. þann umfram tíma sem þeir fá á sumrin sem allir eru að övundast út í. 

Aðalbjörg (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:55

6 identicon

Það er alveg augljóst að þú átt ekki börn (ef þú átt börn þá virðist þér vera sama um menntun þeirra) því að á þeim launum sem þú ert að leggja til að kennarar séu með þá verða börnin að mennta sig sjálf. Lestu svo það sem stendur um vinnutíma kennara á heimasíðu KÍ áður en þú skellir svona bulli á netið. Í raun ertu að auglýsa eigin fávisku.

Gauti (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:03

7 identicon

Sammála síðasta ræðumanni..

Ég trúi bara ekki að til sé fólk sem hugsar svona. Ég er kennari sjálfur en er ekki að starfa við það eins og er en það er svo miklu meira en að segja það að vera ,,bara" kennari..

Þetta er andlegt og líkamlegt Púl.. held þú ættir að kynna þér staðreyndir áður en þú fyllyrðir kona góð og ef kennarar hafa fengið svona svakalegar launahækkanir á hvaða skítalaunum voru þeir þá?? Grunnlaun kennarar ná ekki 200.000 svo að þín tala stendur fullvel.

Ég bið þess bara að þú farir ekki í framboð eða ráðastöðu!!

Kynntu þér allavega málið vel áður en þú íhugar það.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:37

8 identicon

Ég vorkenni þér kona góð. Hrósa þér samt fyrir góða auglýsingu á eigin fávisku. Ég kaupi þetta. Alveg ótrúlegt hvað það er til mikið af fólki sem getur ekki hugsað um neitt nema sitt eigið rassgat...

Kristjana (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:47

9 identicon

Mér finnst það sýna ákveðna vanþekkingu á kennarastarfinu að segja að þeir vinni stuttann vinnudag og séu alltaf í fríum.

Hérna býst ég við að þú sért aðeins að líta á hve margar kennslustundir kennarar kenna, en margt fólk virðist aðeins taka tillit til þess. Aftur á móti held ég að kennarar fái ekkert lengra sumarfrí eða vinni minna en aðrar stéttir, þeir vinna langt fram í Júní, og byrja aftur snemma í Ágúst. Þeir eru flestir með ákveðinn umsjónarbekk sem er gríðarleg vinna í kringum, þeir þurfa að undirbúa hverja einustu kennslustund, sem er mjög tímafrekt, fara yfir verkefni og próf og ýmis önnur störf. Í kennarastarfinu felst mun meira en að mæta bara í tíma.

Mér finnst þú sýna þessari ágætu vinnusömu háskólamenntuðu stétt vanvirðingu með því að segja að þeir eigi bara að vera með lægri laun en gengur og gerist í atvinnulífinu. Við þurfum að gera kennarastarfið aftur eftirsóknarvert, því ef það er ekki eftirsóknarvert þá þvingum við skólana til að ráða í auknum mæli óhæft fólk.

Rafn Steingrímsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:22

10 identicon

Ég vorkenni þér að vera svona fáfróð.

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:40

11 identicon

Eina leiðin til að réttlæta launahækkun kennara er að árangurstengja launin sem myndi þá sía alla kennara út úr þessari stétt sem eru ekki hæfir til að sinna þessum störfum ég hafði þá nokkra í minni skóla göngu sem var alveg sama um það hvernig okkur gekk í skóla og voru þeir í launuðu sumarfríi í 3 mánuði !!!

Hættið að væla um langan vinnutíma og skilið krökkunum útskrifuðum úr skóla !

Kv. Jón Þ. Sig

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:46

12 identicon

Það að árangurstengja laun kennara er í sjálfu sér ágætis hugmynd. Vandamálið er hvernig ætti að framkvæma það. Ef einkunnir ættu að ráða þá myndu menn bara leggja fyrir léttari próf. Ekki virka samræmd próf því þau mæla ekki árangur kennara nema að mjög takmörkuðu leiti. Þar spila mörg atriði inn í, t.d. mismunir árganga, mismunandi próf á milli ára sem og andlegt ástand nemenda þann morgun sem þau taka viðkomandi próf.

Vandamálið liggur mikið frekar í því að launin eru þannig að skólastjórar verða að ráða hvern þann sem sækir um starf sem losnar. Það er orðið þannig í dag að það að vera kennaramenntaður er talið vera kostur. Ef launin væri þannig að bestu nemendur framhaldsskólans veldu að læra til grunnskólakennara og það að starfa sem grunnskólakennari þætti eftirsóknarvert þá væri staðan önnur. Þannig hefðu skólastjórar eitthvað úr að velja þegar kæmi að því að ráða nýja kennara.

 Hvað þriggja mánaða sumarfrí þá er það löngu liðin tíð. Spurning um að kynna sér hlutina áður en maður fer að gaspra um þá á netinu.

Gauti (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:24

13 Smámynd: Ellý

Þú þekkir greinilega ekki marga (neina?) kennara.

Mamma mín er að kenna í unglingadeild og hún er farin að heiman fyrir klukkan átta á morgnana og kemur ekki heim fyrr en í fyrsta lagi fimm á daginn, og væri lengur ef ekki væri hún svo heppin að búa fimm mínútna akstri frá skólanum.

Kennarar eru ekkert bara að kenna og fara svo heim. Ofan á allt það bætast endalaus fundahöld, foreldraviðtöl, að búa til og fara yfir verkefni. Þeir kennarar sem vinna skemur á vinnustað taka oftar en ekki vinnuna með sér heim. 

Sumar, jóla og páskafrí hafa einnig styst allmikið í gegnum árin svo að öll þín rök eru vægast sagt stórfurðuleg. 150-200 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta? Er ekki í lagi?

Ellý, 16.2.2008 kl. 23:45

14 identicon

"Það er orðið þannig í dag að það að vera kennaramenntaður er talið vera kostur."

Það er enginn nema kennaramenntaður ráðinn sem "kennari". Við hin (þó ég sé t.d. með masterspróf) þurfum að sætta okkur við að vera "leiðbeinendur" með allavega 30% lægri laun en hinir.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 00:17

15 Smámynd: Janus

....þú ert gersamlega út að aka kona góð, kynntu þér málið áður en þú setur svona blammeringar út á netið...það er ekki annað hægt en að hlægja upphátt af fávísi þinni.

...og Bragi það er fullt af fólki sem starfar sem "kennarar" í dag sem ekki hafa kennaramenntun og auðvitað eru þeir með lægri laun en þeir sem eru með kennaramenntun, í hvaða stétt er það ekki þannig. Menntaður smiður hefur hærri laun en sá sem ekki hefur lært til verka!!! Nógu lítið er nú gert úr kennaramenntunni svo fólk sem ekki hefur kennslufræði fái sömu laun. Þetta eru líka alveg hrikalega undarleg rök. Eruð þið kannski saman í saumaklúbb?

Ég segi nú bara eins og menntamálaráðherra sagði um daginn: við verðum að sætta okkur við það að það þarf að hækka laun kennara umtalsvert og fyrst hún segir það ættuð þið að geta tekið mark á því.

Góðar stundir.

Janus, 17.2.2008 kl. 01:10

16 identicon

Hér eru kjarasamningar grunnskólakennara: http://ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1789Um vinnutíma er hægt að lesa frá blaðsíðu 17 og áfram, þar segir m.a  "Vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári." og "Vinnutími kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið". Þetta er í samræmi við aðrar starfsstéttir svo það er fjarri sanni að kennarar eru með lengra frí en aðrir.Ég starfaði sem kennari í fjöldamörg ár en gat það einungis vegna þess að ég hafði fyrirvinnu, launin hefðu varla dugað mér til framfærslu. Starfið er afar gefandi en um leið krefjandi og erfitt að endast í því til lengdar. Fólk með kennaramenntun og reynslu er eftirsóttur starfskraftur á almennum vinnumarkaði, m.a vegna þess að það er vant að vinna undir álagi og hefur reynslu af samskipti við allskonar fólk. Mér bauðst vinna sem var bara frá 8-4, á mun hærri launum en ég hafði sem kennari og þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Núna er ég búin í vinnunni klukkan 4, þvílíkur lúxus! Engin verkefni til að fara yfir á kvöldin, engin undirbúningur fyrir næsta dag, ég er BÚIN klukkan 4. Fyrir mig og mína fjölskyldu var þetta besta ákvörðun sem ég hef tekið, þótt það sé að sjálfsögðu eftirsjá af nemendunum.Hvað varðar að árangurstengja laun, þvílík firra. Hvernig á að mæla árangur? Með prófum og einkunnum? Bekkirnir og nemendurnir eru eins misjafnir og þeir eru margir, hvert ætti viðmiðið að vera?

Jóna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:44

17 identicon

Kæra suffragetta. Þú ættir að drífa þig í 5 ára kennaraháskólanám. Svo flýgur þú inn í kennaradrauminn, því einhverra hluta vegna er eftirspurnin meiri en framboðið af þessum léttastarfskröftum. Heldurðu ekki að það verði munur að eyða deginum, sitjandi í góðum stól og horfa á blessuð börnin læra við sætu nemendaborðin sín og svo... Úpps, dagurinn hálfnaður, skólabjallan hringir, þú átt að fara heim. Búin í vinnunni á miðjum degi (þá sjaldan það er ekki frí) Svo eru frímínútur á 40 mínútna fresti og alls konar önnur fríðindi og skemmtilegheit. Kennaralaunin eru reyndar aðeins meiri en þú vilt fá, en þú getur lagt mismuninn í eitthvað af málefnunum sem þú leggur lið.

Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:12

18 identicon

Janus - þú ættir kannski að hætta að röfla um saumaklúbba og lesa hlutina aðeins betur.

Ég er með masterspróf í faginu sem ég er að kenna. Ég er með miklu lengri háskólamenntun en "kennararnir" í kring um mig.  Samt er ég með 30% lægri laun.  Þetta er eitthvað sem verður að vera hægt að leyfa í kerfinu - að fólk sem er kannski með doktorspróf í stærðfræði fái að kenna stærðfræði í unglingadeild en sé ekki með miklu lægri laun en ef 20 ára eldri skólaliði (gangavörður) gengi inn í stofuna og færi að kenna fagið.  Það hljóta allir að sjá að það er út í hött.

Góður maður sem var lengi skólastjóri í Reykjavík reyndi einhvern tímann að fá það í gegn að leiðbeinendur fengju sömu laun og menntaðir kennarar, vegna þess að það væri nógu mikil kjaraskerðing fyrir leiðbeinandann að þurfa að búa við það að daginn sem menntaður kennari sækir um starfið hans (þó það sé á miðri önn) ber skólastjóra að segja honum upp og ráða kennarann í staðinn.  Það var ekki hlustað á hann - sjáið svo hvað er erfitt að fá talenteðara sérgreinakennara til starfa.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 15:20

19 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Það var alls ekki ætlunin að móðga nokkurn mann með þessari færslu.  Mér hálfbrá bara að lesa athugasemdirnar hér, allir svo reiðir við mig.  Ég var bara að reyna að segja mína skoðun á fréttum dagsins...

Bragi ég er alveg sammála því sem þú segir.  Auðvitað er mjög mikilvægt að fólk sem er menntað í því fagi fáist til að kenna í skólum, sérstaklega í unglingadeildum grunnskóla og í framhaldsskólum.  Vegna þess að það fólk getur vissulega kennt börnunum meira í faginu en aðrir.  Og líka vegna þess að fólk sem hefur náð sér í raungreinamenntun á háskólastigi er oft metnaðarfyllra en þeir sem hafa náð sér í kennaramenntun, og getur þá smitað börnin af þeim metnaði.  

Mér þykir leiðinlegt ef ég hef móðgað fólk hérna, kannski hafði ég rangt fyrir mér að kennarar fái langt sumarfrí, en fyrir utan það sýnist mér margir hérna tala niður til mín vegna þess að ég er kona frekar en að reyna að segja mér hvað ég sagði rangt og hvers vegna.   

Guðrún Jónsdóttir, 17.2.2008 kl. 17:42

20 identicon

Lastu hvað sagt er um vinnutíma kennara inn á heimasíðu KÍ?

Annars ef þú lest það sem búið er að skrifa hér fyrir ofan þá er búið að benda á allar þær staðreyndir sem þú setur fram í upphafi eru ekki á rökum reistar. Hvað þínar skoðanir varðar þá verður þú að lifa með þeim.

Gauti (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:08

21 identicon

Svo er fólk að tala niður til þín vegna þess að þú ert að tjá þig um hluti sem þú veist ekkert um en ekki vegna þess að þú ert kona.

Gauti (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 18:16

22 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Og heldur fólk kannski að ég viti ekkert um nefnda hluti af því að ég er kona??

Guðrún Jónsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:02

23 identicon

"Þeir vinna auk þess stuttan vinnudag og fá mjög langt sumarfrí og jólafrí.  Ég vil ekki segja að þeir vinni hálfan daginn hálft árið, það væri fulllangt gengið, en þeir vinna a.m.k. alls ekki mikið en eru þó með þokkaleg laun."

Þetta er tekið beint upp úr textanum þínum. Þetta er rangt og þú getur lesið allt um það á heimasíðu KÍ.

Það kemur því ekkert við að þú ert kona, þó það sé svo sem ágæt leið hjá þér til að afsaka fáfræðina. Hvernig væri að kynna sér málin áður en þú heldur áfram.

Gauti (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:08

24 identicon

Mikið er ég sammála þér Guðrún. Nú hlýtur grátkór kennara að byrja og textinn alltaf sá sami,,léleg laun og langir vinnudagar og engir vinna meira en þeir’’.Ef einhver vogar sér að hafa þessar skoðanir sem þú hefur þá er hrokinn fljótur að koma upp í mörgum kennurum  eins og sést á skrifunum fyrir ofan t.d að gera lítið úr þér og tala niður til þín eins og þú sért einhver bjáni.Þú ert hugrökk að tjá  þig um þessi mál og koma fram undir nafni Guðrún því það eru mjög margir á sömu skoðun og þú.

Gunna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:47

25 identicon

Það má alveg ræða laun og vinnutíma kennara en þá verður að gera það út frá réttum forsendum. Er of mikið að fara fram á það?

Gauti (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:52

26 identicon

Kennarar eru oft í besta falli með þau laun sem þér finnst við hæfi og þar með er það upptalið sem er rétt í blogginu þínu um það hvað við eigum eða eigum ekki skilið. og hvað við vinnum eða vinnum ekki lítið.

Ég hef unnið mörg störf en ekkert þeirra tekur jafn mikla líkamlega og andlega orku og kennarastarfið. Sumarfríið mitt sem deildarstjóri Hjá Félagsþjónustunni var jafn langt og sumarfríð sem kennari og flestar stéttir hafa svipað langt sumarfrí og kennarar.

Undirbúningur fyrir og eftir kennslu, viðtöl við foreldra, fundir, skipulagsstörf og AÐ SEMJA kennsluefni tekur ómældan tíma utan við sjálfa kennsluna og útkoman er sú að ég hef aldrei unnið eins svakalega marga tíma fyrir laununum mínum og í kennslu. 

Launahækkanir undanfarin ár?  Skólaárið er nú frá ágúst til júní (kennarar vinna frá 15. ágúst til 15 júní), var áður frá september til maí svo þessar "launahækkanir" hafa kostað lengingu vinnuramma. Mér þætti gaman að sjá aðrar stéttir "KAUPA" ræfilslegar launahækkanir með lengingu vinnutíma. Slíkt heitir einfaldlega ekki launahækkun í mínum bókum.

Að árangursbinda laun kennara er svolítið flókið mál svo ekki sé meira sagt.

Fjöldi nemenda með greiningar eykst stöðugt, óyrtir námserfiðleikar, hegðunarraskanir, lesblinda (fjöldi afbrigða), einhverfa og fleira hefur áhrif á námsárangur. Hvað á að gera í því? Ef mæla á árangur kennara eftir námsgetu þá þyrfti að búa til flókið mælitæki á því hvaða árangri mætti búast við að ná allt eftir hverju einstaklingi. Eða að til yrðu getuskiptir bekkir þar sem enginn kennari fengist til að vera launalaus við að kenna slakasta bekknum.

Kennarar leggja sig alla fram við að sinna kennslu, félagslegri þjálfun, foreldrasamskiptum, hugga, klappa, hrósa og hvetja nemendur á allan hátt og ef þér finnst laun þeirra svona réttlát þá skora ég á þig að mæta í heimsókn í grunnskóla í svo sem eins og vikutíma og blogga svo um kjör kennara eftir það.

Það blogg yrði held ég mjög ólíkt þessu sleggjudómabloggi sem þú hefur kastað hér fram og er þér til lítils sóma, hvort sem þú ert kona eða maður!

Þér er velkomið að heimsækja mig í kennslu og ég veit að aðrir kennarar í mínum skóla myndu bjóða þig og aðra í sömu hugleiðingum velkomna ef það mætti leiðrétta viðhorf alltof margra til þessa léttistarfa, kennslunnar.

Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:02

27 identicon

Það er allt í lagi að kennarar fari fram á hærri laun ,en það er algjörlega út úr kortinu að vera endalaust að tuggast á því að engir vinni meira en þeir. Ef þú ert ekki sammála að þeir vinni meira en allir aðrir og komir með rök fyrir því  er ráðist á þig eins og þú sért rasismi.

Hálfdán (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:51

28 identicon

Hálfdán. Ég segi hvergi að ENGIR vinni meira eða jafn mikið og kennarar.

Aðeins að af þeim störfum sem ég hef unnið hefur ekkert reynst mér eins líkamlega og andlega erfitt (en skemmtilegt).

Það er enginn að ráðast á neinn sem rasista eða verið að segja að kennarastarfið sé erfiðasta starfið né að tuggast á því að þeir vinni meira en allir aðrir!

Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:25

29 identicon

Aldrei unnið eins líkamlega erfiða vinnu segir þú við hvað vannstu eiginlega áður?Þekki nokkra kennara sem eru komnir á eftirlaun um sextugt og eru gjörsamlega óslitið fólk.Það er hefur engin stétt í landinu þau forréttindi að vinnuskyldan minkar með aldrinum nema kennarar.Getur ekki verið að Guðrún sé að tala um það að það er fullt af kennurum milli fimmtugs og sextugt sem hafa sáralitla kennsluskyldu og vinna  jafnvel bara hálfan daginn.Svo vil ég taka fram að kennarar mega eiga langt jóla, sumar og páskafrí ,öfunda þá ekki á því en mér leiðist þetta endalausa væl og skæl kennara að þeir vinni svo rosalega mikið!!!!!!!!!!

 Áslaug farðu og skoðaðu þig um á sjúkrahúsi og frystihúsi því þar sérð þú fólk sem vinnur langan vinnudag og erfiðis vinnu fyrir léleg laun.

Hálfdán (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:21

30 identicon

Ég er alveg sammála þér Hálfdán. Það er óþolandi að kennarar þurfa að vera að sýna fram á að þeir vinni fulla vinnu. En vegna sleggjudóma eins og við sjáum á þessari bloggsíðu og víðar um að kennsla sé ekki nema hálft starf eða þaðan af minna sjá kennarar sig knúna til að sýna fram á annað. Það er enginn að bera kennarastarfið við verkamanna störf eins og þú ert að reyna að gera. Við erum að bera okkur saman við önnur störf sem krefjast háskólamenntunar.Kennsla er fullt starf. Það er mjög krefjandi og skemmtilegt. Ég hef einnig unnið margs konar störf og það að standa í kennslu í 6 - 8 tíma er svipað og að vinna verkamannavinnu í 10 - 12 tíma þó störfin séu ólík og varla samanburðar hæf. Andleg þreyta er ekki síður þreyta en líkamleg en gallinn er sá að það dugar ekki alltaf að sofa hana úr sér.

Kennarar eru ekki vanir að væla eins og þú vilt vera láta en það er óþolandi þegar fólk er tilbúið að tjá sig um hvað kennnarar hafi það gott (bæði varðandi vinnutíma og laun) án þess að fólk kynni sér hvað fellst í því að vera kennari. Ég er nokkuð viss um að ef þú heyrðir einhvern tjá sig um að það starf sem þú vinnir (sem ég veit ekki hvað er) að það væri svo auðvelt og þú alltaf í fríi að þú ættir að vera hæstánægður með launin. En þetta þurfum við að hlusta á og svo er fólk hissa á að erfitt sé að manna skólana þegar þetta bætist ofan á léleg laun.

Þú ert velkominn að leysa mig af í einn til tvo daga. Ég hafði bara gott af því.

Gauti (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:10

31 identicon

Sjálfri fyndist mér alls ekki ósanngjarnt að kennarar fengju í kring um 150-200 þúsund krónur í mánaðarlaun.    

- Finnst þér þetta virkilega?

Hver lifir á þessu? Tala nú ekki um ef að þú ert einstætt foreldri. Ef þér finnst menntun barna þinna ekki mikilvæg þá máttu alveg hafa þessa skoðun, en annars skaltu aðeins fara að hugsa!!

Já sumir virðast halda að kennarar rölti inn í stofuna k.8 sitji og stari út í loftir, hjálpi kanski einum og einum með 1+1 eða 2-2. Svo er það bara jólafrí og sumarfrí.

Það sést greinilega að þú þekkir enga kennara. Eða ég ætla allavega að vona ekki! 

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:51

32 identicon

Það er  með ólíkindum að lesa þetta blogg. Ég er búin að kenna í 12 ár og á þeim tíma hef ég þurft að hlusta á fullt af fólki vanvirða starf mitt með því að tala á þeim nótum sem Guðrún gerir hér að ofan. Það er ótrúlega pirrandi að sitja sífellt undir ásökunum um að fá fullt af peningum fyrir svo til enga vinnu. Allir þeir sem hafa kennt eða unnið í skóla vita að það er engan veginn staðreyndin. Þegar við skólafólk sjáum svona finnum við okkur knúin til að reyna að leiðrétta þær ranghugmyndir að við vinnum ekki vinnuna okkar. Þá fer fólk að gagnrýna okkur fyrir að skæla og væla yfir kjörum okkar!!! Hvernig er hægt að ná árangri í svona hringavitleysu? Það er vissulega fullt af fólki á lægra kaupi en kennarar en finnst einhverjum virkilega ósanngjarnt að við fáum eitthvað hærra kaup en þeir sem ekki eru með sambærilega menntun? Til hvers fer fólk í háskólanám? Er það ekki meðal annars til að auka möguleika sína á hærra kaupi? Það er líka til fólk sem vinnur líkamlega erfiðari störf en kennslu en það sem fólk hefur verið að reyna að benda á hérna er að kennsla getur verið mjög slítandi til lengri tíma litið og allt of margir kennarar gefast því upp þegar þeir verða fyrir stanslausri gagnrýni fólks sem heldur ranglega að það viti  hvað það er að segja. Kennarar er að flýja úr stéttinni vegna þess að með háskólamenntun okkar býðst okkur fullt af vinnu þar sem við getum unnið STYTTRI vinnutíma fyrir umtalsvert hærri laun. Það er það sem okkur svíður og þess vegna er nauðsynlegt að tryggja kennurum það góð laun að starfið sé samkeppnisfært við önnur störf. Annars er hætt við því að gott fólk fari annað og skólarnir sitji uppi með örþreytta og ófaglærða kennara og leiðbeinendur.

Áfram kennarar, látum ekki vanþekkingu og fordóma minnihlutahóps hafa áhrif á styrk okkar. Við vitum betur

Kristín Snæland (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:06

33 identicon

Ég hef unnið í fiski frá kl.6 á morgnana til kl.19:00 að kvöld.

Ég hef verið á togara.

Ég hef unnið á fláningskeðju í sláturhúsi.

ÉG hef kennt heimilisfræði í grunnskóla.

Svo ég hef nú prófað nokkrar hliðar á atvinnulífinu. Í þremur efstu störfunum gekk ég út úr vinnunni og var búin þangað til ég mætti aftur næsta dag.

En kennslan er skemmtilegust þrátt fyrir að vera fyrir mig meira lýjandi en líkamleg verkamannavinna eins og að ofan er talið.

Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:10

34 identicon

Áslaug þú ert líkamlega þreyttari sem kennari heldur en að vera sjómaður eða verkamaður. Þvílíkur þvættingur.

Þetta kalla ég að gera lítið úr sjómönnum og verkafólki.

þú hlýtur að hafa legið í koju þessa túra sem þú fórst á togara.

En hvernig sinnir þú kennslunni svona ofboðslega þreytt?

Getur verið fyrst þú tekur vinnunna með þér heim  að þú farir alltof snemma úr vinnunni .

Ég vann í frystihúsi fyrir mörgum árum og fann ég oft til með eldri konunum sem unnu þarna útslitnar af erfiðisvinnu sitjandi við borð frá sjö að morgni til fimm  og stundum sjö að kvöldi að skera fisk.

Ég hugsa að þessar konur hefðu orðið hissa ef þeim hefði verið sagt í lok dagsins þegar þær stóðu upp frá borðunum oft blautar og kaldar.

Þið skuluð bara vera ánægðar að vera þreyttar verkakonur ,því þið skulið átta ykkur á því að ef að þið væruð kennarar væruð þið örmagna eftir daginn og svo eruð þið heppnar að sleppa við  að taka vinnuna með ykkur heim.

Anna F (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:24

35 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Mér finnst leiðinlegt að sjá að fólk heldur því fram að ég vilji ekki að börnin mín hljóti góða menntun. Auðvitað vil ég það. Enda vil ég fá kennara í skóla sem eru þar vegna þess að þeir hafa yndi af fræðunum og af að miðla þeim, ekki vegna þess að þeir vilja meiri peninga. Það kennir börnunum aðeins fégræðgi. Það er nú mergurinn málsins.

Guðrún Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:25

36 identicon

Þér er ekki alvara kona!

janus (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:49

37 identicon

En hvað kennir núverandi ástand börnunum. Þegar þau geta farið að vinna í Bónus (sem dæmi) á sumrin og verið á hærri launum en kennarar. Hverjar eru líkurnar á að nemendur í grunnskóla, framhaldsskóla eða jafnvel þeir sem eru í kennaranámi fari í raun út í kennslu? Ég get sagt þér að eftir samtöl við ansi marga kennara að þeir koma til með að segja upp ef ekki kemur til verulegra hækkana á laun kennara í vor.

Á meðan laun kennara eru eins og þau eru (leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldskólakennara) þá sækja bestu nemendurnir ekki í kennaranám nema í undantekningar tilfellum. Því stenst ekki sú fullyrðing að ætla kennurum að kenna af hugsjónum einum saman.

Gauti (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:33

38 identicon

Guðrún haltu áfram að blogga þú ert frábær kona þorir að segja það sem þér finnst.

Anna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Jónsdóttir

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Húsmóðir, móðir, lestrarunnandi, femínisti, blakspilari, ferðalangur, krossgátuunnandi og áhugakona um pólitík sem ákvað að prófa að blogga!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 156

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband