6.2.2008 | 22:53
Ákvað að prófa að blogga!
Ég ákvað eftir samverustund með vinkonum mínum í gær að láta til leiðast og prófa að blogga. Þær hafa lengi lagt hart að mér að prófa enda telja þær mig hafa frá ýmsu skemmtilegu að segja. Hvort það er satt skal ósagt látið en ég mun reyna að skrifa hér um sýn mína á hversdagsleikann og fréttir líka.
Myndin hér til vinstri er ekki af mér, eins og kannski sést berlega, ég er nú ekki orðin svo gömul að gamlar myndir af mér séu svarthvítar! Þetta er mynd af Emmeline Pankhurst sem barðist ötullega fyrir kvenréttindum. Hún er í raun breska útgáfan af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og minning Emmeline verður seint nægilega í heiðri höfð.
Annars verður svo að fá að koma í ljós hversu dugleg ég verð við að skrifa hér inn. Á morgun stendur til að fara með yngsta syninum í Rúmfatalagerinn, hann var að flytja að heiman með kærustunni og því þarf að kaupa eitt og annað til heimilisins og þar kemur mamma til hjálpar!
Um bloggið
Guðrún Jónsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.